Samlausn er vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands bs. Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.

Um samlausn

Samlausn er vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands bs.  Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.

Sorpsamlögin annast meðhöndlun úrgangs fyrir 34 sveitarfélög með 250 þúsund íbúa, eða um 80% af heildaríbúafjölda landsins. Á starfssvæðinu falla árlega til um 400 þúsund tonn af úrgangi, eða sem nemur um 1,6 tonni á hvern íbúa.

Auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs, einkanlega krafan um umtalsverða minnkun á urðun lífræns úrgangs á komandi árum, kalla enn frekar á að menn snúi bökum saman og leiti bestu lausna, þ.m.t. þeirra sem falist geta í öflugu samstarfi og hagkvæmni stærðarinnar.

Svæðisáætlunin skiptist í fimm meginþætti:

  • Lýsing á núverandi stöðu og þróun síðustu ára
  • Spá um þróun til ársins 2020
  • Lýsing á þeim leiðum sem fyrirhugað er að ráðist í til meðhöndlunar úrgangs
  • Vistferilsgreining
  • Umhverfismat áætlunarinnar

Þeir þættir helstir, sem geta valdið neikvæðum áhrifum á umhverfi vegna endurnýtingarstöðvar eru: Flutningur úrgangs til endurnýtingarstöðva, rask vegna mannvirkja og starfsemi endurnýtingarstöðva. Fjallað er um líkleg áhrif á náttúru (land, loft, vatn, strandsjó) og samfélag (félagslegt umhverfi, landnotkun og skipulag, menningarminjar) byggt á fyrirliggjandi gögnum og forsendum.

Áætlunin er unnið samkvæmt 4. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og byggir á markmiðum Landsáætlunar Umhverfisstofnunar. Gerð áætlunarinnar var í höndum verkefnisstjórnar sem eftirtaldir skipuðu:
Frá SORPU bs.:  Ögmundur Einarsson, fv. framkvæmdastjóri, Herdís Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður.
Frá Sorpstöð Suðurlands bs.: Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri.
Frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf .: Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
Frá Sorpurðun Vesturlands hf .: Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs. vann með nefndinni.

Verkefnistjórn, ritstjórn og umhverfismat við endurskoðun áætlunarinnar var í höndum sérfræðinga hjá Mannviti hf. verkfræðistofu.