Samlausn er vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands bs. Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.
2.9.2021 00:25:41

Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi

Fyrir liggur tillaga að nýrri Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Þessi svæðisáætlun tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Áætlunin er unnin af samstarfsvettvangi sorpsamlaganna á grundvelli samkomulags sem gert var 15. maí 2009, og á grundvelli samþykktar samstarfsvettvangsins frá 11. maí 2017.

Tillöguna má lesa með því að smella hér.

Á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er svæðisáætlunin hér með lögð fram til kynningar og óskað eftir athugasemdum innan 6 vikna eða fyrir 29. október nk.  Áætlunina á rafrænu formi má nálgast og hlaða niður á sameiginlegum vef samlaganna www.samlausn.is.

Vinsamlega sendið umsagnir og athugasemdir til Teits Gunnarssonar (teitur@mannvit.is). Frekari upplýsingar veitir Teitur Gunnarsson hjá Mannviti, fyrir hönd verkefnisstjórnar samlaganna.